Orð í tíma töluð

Allt að því endurtekið efni hér í Þýzkalandi; í hvert sinn sem einhver málsmetandi Þjóðverji leyfir sér að tjá sig um Ísrael á annan en þann þrönga og einhliða hátt en Ísraelum sjálfum þóknast, þá hrúgast ísraelsku "Göbbelsarnir" út úr skúmaskotunum og hrúga andlegum skítnum yfir viðkomandi til að reyna að viðhalda "hreðjataki hinnar slæmu samvizku" á þýzkri alþýðu. Hálf dapurlegt að íslenzkt dagblað skuli hálfpartinn snúast á sveif með þessum ísraelsku öfgasinnum með skrumskælda sýn á tjáningarfrelsið.


mbl.is Grass í eldlínunni vegna ljóðs um Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Günther Grass er "Grossmaul", hefur alltaf verið. Las "Die Blechtrommel", þegar hún kom út 1959 og þótti ekki mikið til verksins koma. Það var eiginlega skandall að veita Gross Nóbelinn, hann var á engann hátt heiðursins verðugur. En ég veit að margir eru mér ósammála. Grass hefur aldrei farið dult með andúð sína á Ísrael og að mínu mati er hann Antisemit. En burtséð frá þessu er þetta ljóð hans, "Was gesagt werden muss", skelfilegur leirburður. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 19:00

2 identicon

Virtasti bókmenntagagnrýnandi Þjóðverja, Marcel Reich-Ranicki, segir þetta um Ísrael- ljóðið eftir Günther Grass:

Es sei "ein ekelhaftes Gedicht", politisch und literarisch zudem wertlos.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 21:58

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Haukur!

En Sigurður, þú gerir blaðamanninum (Karli Blöndal) rangt til---grein hans fjallaði um báðar hliðar málsins út í gegn, alls ekkert einhæft með Gyðingum eða Ísrael. Greinin var mjög áhugaverð, en ég er of upptekinn til að fara í gegnum það, hvort þessi netútgáfa hennar sé jafn-ýtarleg og í blaðinu sjálfu.

Jón Valur Jensson, 7.4.2012 kl. 23:16

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Haukur; Günter Grass er örugglega “Grossmaul” svipað og allflestir aðrir Nóbelsverðlaunahafar í bókmenntum en væntanlega þó minni “Grossmaul” en þeir sem fara um kallandi aðra “Grossmaul” eins og t.d. þú sjálfur. Ég viðurkenni að ég hrífst hvorki af “Die Blechtrommel” né ljóðinu hans nýja og finnst reyndar hvort tveggja sem innhald umræðu um tjáningarfrelsi ekki skipta nokkru máli. Kjarni málsins er að mega hafa og segja skoðun sína (moderat í þessu tilfelli) m.a.s. á Ísrael án þess að fá hellt úr andlegum náttkoppum þarlendra og samsinnaðra yfir sig. Grass hefur alls ekki sýnt neina sérstaka andúð á Ísrael í gegnum tíðina og að uppnefna hann “antisemit” fyrir sýna andlegum yfirgangi Ísraela hér í Þýzkalandi meiri staðfestu en því miður margir landar hans, er auðvitað ekkert annað en skoðanaofbeldi í stíl við framferði múslima í garð skopmynda af spámanni þeirra hér um árið. Að þú skulir svo leyfa þér að nefna rugludallinn Marcel Reich-Ranicki “virtasta bókmenntagagnrýnanda Þjóðverja” er auðvitað ekkert annað en slétt móðgun við þýzka bókmenntagagnrýnendur sem og yngri kynslóðir Þjóðverja sem eiga ekki að þurfa að bera þann kross sem tappar eins og Reich-Ranicki reyna einatt að hengja á þær!

Sigurður Sigurðsson, 8.4.2012 kl. 02:07

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Jón Valur; það gæti í fljótu bragði litið fyrir að ég geri blaðamanninum rangt til og mér finnst rétt að taka fram að ég ætla honum engan illan ásetning. Vissulega tekur blaðamaðurinn til umsagnir beggja, en mér fundust þó fyrirsögn og millifyrirsagnir gefa nokkuð leiðandi tón í garð Nóbelsskáldsins; “Grass í eldlínunni vegna ljóðs um Ísrael”, “Hörð viðbrögð Ísraela” og “Umdeilt nóbelsskáld”. Hitt er svo annað mál að það er alls ekki rétt sem segir í niðurlagi greinarinnar að Þjóðverjar hafi selt selt Ísrael kafbátana sem um ræðir, því svo gott hreðjatak hafa Ísraelar enn þann dag í dag á þýzkri þjóðarsamvizku að umrædda kafbáta fengu Ísraelar gefins af Þjóðverjum!

Sigurður Sigurðsson, 8.4.2012 kl. 02:14

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mér finnst ekkert "leiðandi" við tóninn í þessu: "Grass í eldlínunni vegna ljóðs um Ísrael”, “Hörð viðbrögð Ísraela” og “Umdeilt nóbelsskáld" -- er þetta ekki allt staðreynd, sem tekur á meginatriðum í þessari deilu, og ertu að segja, að Grass sé EKKI umdeildur? En "umdeildur" vísar til afstöðu með honum sem á móti, ekki satt? Og ekki hrífstu sjálfur af nefndum verkum hans tveimur.

Hefurðu meiri fróðleik um kafbátana, hvenær þeir voru gefnir Ísrael og af hvaða gerð þeir eru?

Jón Valur Jensson, 8.4.2012 kl. 03:09

7 identicon

Marcel Reich-Ranicki er umdeildur, vissulega. Margir dá hann, öðrum er ílla við hann. En intelligent er kallinn. Hef alltaf haft gaman af því að hlusta á hann. Á bók hans "Mein Leben". “Ein Tag in meinem Leben” var yfirskrift á ræðu sem Reich-Ranicki hélt sl. janúar í þinghúsi Þjóðverja, Bundestag. Tilefnið var að 70 ár eru liðin síðan brottvísun og flutningar Gyðinga hófust frá Warschau til Treblinka. Hann endaði ræðuna með þessum orðum. “Sie hatten nur ein Ziel, sie hatten nur einen Zweck: den Tod”.

Að ræðunni lokinni, “standing ovation”.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 09:52

8 identicon

Sælir. þetta með kafbátana er rétt. þeir eru að svo kallaðri Dolfin gerð. það er export útgáfa af þýsku 212-213 gerðini. þessi kafbátar eru sennilega þeir hljóðlátustu í heimi og svo tæknilega fullkomnir að Bandaríkjamenn grátbiðja þjóðverja um að vera ekki að láta þessi tækni til annara landa.

þessir bátar "söktu" bandarískum flugmóðurskipum og sluppu svo burtu frá vetvangi óséðir á æfingu 2007. Og já það er rétt. þjóðverjar gáfu Israel amk tvo svona báta. Enn til að ekki sé hægt að kalla þett gjöf þá létu þeir þá borga e h smá fyrir þetta.. Nokkur hundruð þúsund evrur að mig minnir.

óli (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 11:33

9 identicon

Enn ég hef ekkert lesið eftir þennan mann. Enn það breitir því ekki að það er fáránlegt hvernig Israel kemur framm við önnur lönd. Fyrir það fyrsta. " Við erum Guðs útvalin þjóð" Bara þetta tal er viðbjóðslegt. Hvað nasistar gerðu við gyðinga e h tima á fyrrihluta síðustu aldar skiptir bara engu máli hér. þjóðverjar hafa ekkert gert þessu landi eða fólki neitt illt.

Enn vegna þess sem Hitler gerði gyðingum þá má engin maður eða ríki gagnrýna þessa þjóð og síst að öllu þjóðverjar! þjóðverjar hafa svo fylgt BNA fast á eftir í að selja og aðalega gefa þessu viðbjóðlega landi vopn og tækni til að framleiða betri og fullkomnari vopn. Merkava skriðdrekin er td sennilega svona 85% þýsk tækni. 120mm fallbyssan,gírkassin,vélin,tölvurnar ofl ofl er komið frá þyskalandi og sett saman í þessu hryðjuverka landi.

óli (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 11:45

10 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=u8QKbeS-flM. Skoðið þetta helvíti bara.

óli (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 12:16

11 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Haukur; jú, það leikur enginn vafi á því að Marcel Reich-Ranicki er stórgáfaður, hann er fyrirferðarmikill í umræðu, rökfastur og fylginn sér og að sama skapi afskaplega umdeildur. Þótt mér finnist karlinn einkar leiðinlegur og mjög yfirgangssamur í umræðum (hef reyndar bara séð hann hér í sjónvarpinu), þá ber ég mikla virðingu fyrir honum og hans tilkomumiklu lífssögu, sem inniheldur átakanlegri element en  maður myndi óska óvinum sínum. En án einmitt bakgrunnsins og fortíðarinnar væri hann í dag sennilega bara enn einn sínöldrandi leiðindagaurinn í þýzku menntaelítunni.

Sigurður Sigurðsson, 8.4.2012 kl. 13:56

12 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Jón Valur; mér finnast þetta leiðandi setningar og því setti ég það þannig fram. Grass er umdeildur, engin spurning um það en það má samt leyfa honum að njóta vafans í viðkvæmri umræðu sem þessarri. Varðandi kafbátana; Þýzkaland hefur samtals afhent Ísrael 4 kafbáta af Dolphin gerð og tveir í viðbót eru á leiðinni. Fyrstu 2 (umsamdir 1991) voru einfaldlega gefnir ísraelsmönnum og Þýzkaland greiddi svo helming af verði þriðja bátsins (umsaminn 1994). Þýzkaland greiddi svo þriðjung verðs tveggja næstu (umsamdir 2005) og mun gera hið sama fyrir þann sjötta, sem verður væntanlega afhentur á næsta ári. M.v. að verð bátanna er frá 225 til 500 milljónum Evra, þá er ljóst að þýzkir skattgreiðendur þurfa að kyngja stórum upphæðum af hervæðingu Ísraels og það eru alls ekki allir á eitt sáttir. Heimild: http://de.wikipedia.org/wiki/Dolphin-Klasse

Sigurður Sigurðsson, 8.4.2012 kl. 14:01

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi hervæðing Ísraels er til varnar, ekki til árásar.

Þjóðverjar skulduðu Ísrael annað eins, raunar margfalt það.

Jón Valur Jensson, 8.4.2012 kl. 16:43

14 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Jón Valur; hún er orðin dálítið þreytt þessi afdankaða kaldastríðsklisja að hervæðing sé einungis til varnar. Hervæðing, líka Ísraela, leiðir eingöngu til aukinnar hervæðingar annarra og slík víxlverkun endar oftast með ósköpum. Enda ekki að ófyrirsynju að menn töldu nauðsyn á að stöðva vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna. Þetta liggur reyndar í augum uppi allra sem vilja! Staðhæfing þín um hvað Þjóðverjar hafi skuldað ísraelum staðfestir svo einungis þína eigin skoðun á málinu, því forsendur hefurðu auðvitað engar til að meta hver skuldar hverjum hvað og hvenær! Misnotkun ísraela, fjárhagsleg sem pólitísk, á veikri þjóðarsamvizku þjóðverja er komin út fyrir allan þjófabálk og verður vart við annað líkt en beinu þýðinguna á þýzka orðinu “Abzockerei”.

Sigurður Sigurðsson, 8.4.2012 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband