Assange vs Sigurður Einarsson

Getur einhver útskýrt fyrir mér muninn á þessum tveimur, að því er virðist, fyllilega sambærilegu aðstæðum. Þeim báðum, Sigurði Einarssyni og Assange, var gert af yfirvöldum á annarsvegar Íslandi og hinsvegar í Svíþjóð, að mæta til yfirheyrzlu í viðkomandi landi, hvorugur gegndi kallinu, á báða var gefin út alþjóðleg handtökuskipun, báðir voru staðsettir í London en einungis þessi Assange var handtekinn?
mbl.is Assange handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var ekki búið að gefa út ákæru á hendur Sigurði.

Kristinn (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 10:52

2 identicon

íslensk yfirvöld höfðu ekki undirritað réttan framsalssamning við Bretland - íslensk stjórnsýsla er ónýt!

Kristinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 10:57

3 Smámynd: corvus corax

Skýringin er einföld: Sigurður Einarsson er stikkfrí í skjóli mafíuríkisstjórnar Jóhönnu Sig., sérstaks saksóknara og annarra sem geta á einhvern hátt verndað hann fyrir lögum og rétti. Enda skiptir víst mestu máli að fá dæmt eitthvert fólk sem var með háreysti á alþingi og ógnaði þar með sjálfstæði þjóðarinnar, lýðræðinu og gott ef ekki efnahagskerfinu líka. Það eru glæpamenn hrunsins. Ekki Sigurður og hinir glæponarnir.

corvus corax, 7.12.2010 kl. 10:58

4 identicon

Reyndar er ekki heldur búið að ákæra Julian Assange. Málið er í rannsókn.

Hitt er annað mál að það telst undarlegt að gefa út alþjóðlega handtökutilskipun, með tilheyrandi kostnaði, útaf svona málum. Sem nota bene er ekki nauðgunarákæra heldur er hann sakaður um að hafa ekki notað smokk. Kynlífið sjálft var með samþykki samt.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 11:11

5 identicon

Sem sagt, ef að lagst er með kellíngu svenskri, hvur í sig fær nautnarsprotann án gúmmíklæðningar að eigin sögn, þá er það kynferðisbrot og ber að elta manninn sem besefann átti um hnöttinn .veran og endilangan með öllum tiltækum ráðum.

Nú á bara eftir að stúta kallinum á meðan hann er á lög-gæslu-stallinum, og er þá farsinn fullkominn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 11:42

6 identicon

Lögmenn beggja fengu að vita að búið væri að gefa út alþjóðlega handtökuskipun á þá. Vegna formgalla var gefin út ný á Assange en hann var ekki handtekinn, heldur gaf hann sig fram á lögreglustöð, samkv. fréttinni.

Steini (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 13:49

7 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Góður púnktur hjá þér Sigurður

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 8.12.2010 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband